top of page

Leiðbeiningar til heilbrigðisstofnanna

Af hverju tónlist?

Áhrif tónlistar á fólk er óumdeilanleg, óháð óskum þeirra eða því hversu mikið þeir eru tengdir henni. Hvort sem einstaklingur hlustar á tónlist, spilar hljóðfæri eða heyrir tónlist í bakgrunni, vekur tónlist viðbrögð—bæði meðvituð og ómeðvituð. Þetta gerir tónlist að dýrmætu verkfæri í umönnun. Hana er hægt að nýta á einfaldan hátt, allt frá því að hlusta á uppáhalds lög eða að syngja saman, til að styðja við, ekki aðeins sjúklinga og íbúa, heldur einnig til að hjálpa starfsfólki og tengja það saman.

 

Til að nýta tónlist á árangursríkan hátt í umönnun er gott að skilja hvernig hún virkar og af hverju hún hefur jákvæð áhrif.

Tónlist og heilinn

Tónlist er meira en bara hljóð—hún er eitthvað sem líkami okkar og heili bregðast við. Þegar við heyrum tónlist, búa hljóðbylgjur til titring sem ferðast í gegnum eyrun og senda merki til heilans. Unnið er úr þessum merkjum í mismunandi hlutum heilans, þar sem hver hluti einbeitir sér að þáttum eins og t.d. takti, laglínu og hljóðstyrk.

Sérstakt er að þessir mismunandi hlutar heilans vinna ekki sjálfstætt. Þeir tala saman og vinna saman, sem skapar tónlistarupplifunina sem við finnum fyrir andlega og líkamlega. Þessi tenging útskýrir hvers vegna tónlist getur bætt skap okkar, hjálpað okkur að rifja upp minningar eða hvatt til líkamlegrar hreyfingar.


Regluleg þátttaka í tónlistariðkun getur breytt heilanum á jákvæðan hátt og hjálpað til að viðhalda eða bæta almenna heilsu. Þess vegna getur regluleg notkun tónlistar í umönnun, jafnvel á einfaldan hátt eins og að syngja eða hlusta á uppáhalds lög, haft varanlegan ávinning fyrir bæði líkamann og hugann.


Tónlist í daglegri umönnun fyrir fólk með heilabilun

Að annast fólk með heilabilun getur verið krefjandi, sérstaklega þegar kemur að því að takast á við hegðunar- og tilfinningaleg viðbrögð. Þó að lyf séu oft notuð, geta þau haft aukaverkanir og leysa ekki alltaf grunnorsakir. Hér getur tónlist leikið mikilvægt hlutverk. Sem einföld, lyfjalaus íhlutun, getur tónlist snert fólk á persónulegan hátt, róað tilfinningar, vakið minningar og bætt almenna vellíðan.

 

Í stað þess að einbeita sér aðeins að einkennum, stefna lyfjalausar nálganir eins og notkun tónlistar að því, að taka mið af sál-félagslegum þörfum einstaklingsins. Tónlist er sérstaklega árangursrík vegna þess að hún nær til tilfinninga, minninga og félagslegra tengsla á hátt sem aðrar aðferðir ná oft ekki. Þetta hjálpar til við að veita persónulegri umönnun.

 

Leiðbeiningar frá National Institute for Health and Care Excellence (NICE) frá 2016 mæla með því að nota lyfjalausar íhlutanir eins og tónlist sem fyrsta valkost þegar unnið er með hegðunaráskoranir hjá fólki með heilabilun. Tónlistaríhlutanir hjálpa ekki aðeins við að stjórna einkennum, heldur bæta einnig lífsgæði með því að taka mið af tilfinningalegum þörfum og persónulegri reynslu þeirra sem njóta umönnunar.

 

Einfalt er að samþætta tónlist í daglega umönnun—hvort sem það er að spila þekkt lög, syngja saman eða gera taktbundnar æfingar til að hvetja til hreyfingar. Þessi nálgun skapar jákvætt og róandi umhverfi, hjálpar til við að minnka kvíða og stuðlar að jákvæðum tengslum milli umönnunaraðila og skjólstæðinga þeirra

Rannsóknir hafa sýnt að tónlist hefur jákvæð áhrif á margvíslegan hátt í umönnun fólks með heilabilun. Að neðan eru dæmi frá nemum sem nýtt hafa DaDOM námsefnið í starfsmámi sínu. 

  • Viltu vita meira um hvernig tónlist hefur áhrif á heilann?

    · Tónlist og tilfinningar: Tónlist hefur ótrúlega getu á að vekja djúp tilfinningaleg viðbrögð. Hvort sem það er gleði, depurð, ástríða eða endurminningar, getur öll tónlistar vakið margþættar tilfinningar. Þessi eiginleiki gerir tónlist að dýrmætu verkfæri í umönnun, þar sem hún getur hjálpað fólki að tengjast sjálfum sér og öðrum eða breytt geðslagi. Smelltu hér til að sjá rannsókn.

    · Tónlist og minni: Tónlist hefur mikla tengingu við minni og nám. Þegar við vinnum með tónlist virkjum við mikilvæg svæði heilans, þar með talið hippocampus, sem leikur lykilhlutverk í minni. Þetta gerir það að verkum að fólk á oft auðveldara með að rifja upp upplýsingar eða minningar sem tengjast tónlistarupplifunum. Smelltu hér til að sjá rannsókn

    · Tónlist og hreyfing: Taktur tónlistar getur haft bein áhrif á hreyfifærni okkar og samhæfingu. Þegar við hlustum á tónlist með ákveðinn takt, samhæfist líkami okkar sjálfkrafa við hann. Þess vegna er tónlist oft notuð í sjúkraþjálfun og endurhæfingu, þar sem tónlistin hjálpar til við að bæta samhæfingu og hreyfingu. Smelltu hér til að sjá rannsókn

    · Tónlist og hvatning: Að hlusta á tónlist sem við njótum eykur framleiðslu á dópamíni, taugaboðefni sem tengist tilfinningum viðurkenningar og ánægju. Þetta bætir ekki aðeins skap okkar heldur eykur einnig hvatninguna, sem gerir dagleg verkefni skemmtilegri. Eftirvæntingin eftir viðlagi eða hápunkti í uppáhaldslagi getur jafnvel styrkt þessa áhrif enn fremur. Smelltu hér til að sjá rannsókn

    · Tónlist og streitulosun: Hæg, róandi tónlist, —eins og klassísk tónlist eða umhverfishljóð—getur virkjað parasympatíska taugakerfið, sem hjálpar líkamanum að slaka á. Þetta leiðir til hægari hjartsláttar, lægri blóðþrýstings og minnkunar á streituhormónum, sem gerir tónlist að öflugu verkfæri fyrir afslöppun og streitulosun í umönnun. Smelltu hér til að sjá rannsókn

    · Tónlist og félagsleg tengsl: Tónlist er sammannlegt form af óformlegrum samskiptum og leikur mikilvægt hlutverk í að byggja upp félagsleg tengsl. Hún styrkir tenginguna milli einstaklinga og hópa, hvort sem um er að ræða persónuleg tengsl eða í stærri samfélögum. Tónlist getur einnig stuðlað að umburðarlindi og skilningi milli fólks með mismunandi bakgrunn eða menningu. Smelltu hér til að sjá rannsókn

Hlutverk tónlistar til að bæta umönnun eldri borgara

Að samþætta tónlist í daglega umönnun getur haft mikinn ávinning fyrir íbúa hjúkrunarheimila, sérstaklega íbúa með meðal- til alvarlega heilabilun. Persónumiðuð tónlistarsamskipti getað skapað tilfinningu öryggis og ánægju. Þau geta hjálpað til við að minnka mótþróa í umönnun, stuðlað að jákvæðum tengslum og komið á móts við sál-félagslegar þarfir skjólstæðinganna.

 

Til dæmis segja umönnunaraðilar sem syngja fyrir eða með skjólstæðingum sínum í umönnun að skjólstæðingarnir taki betur þátt og sýni minni mótþróa. DaDOM nálgunin gerir umönnunaraðilum kleift að bæta tónlist í dagleg verkefni, sem nýtist sérstaklega skjólstæðingum en einnig starfsfólki þegar umönnun verður auðveldari. Markmið DaDOM er að veita umönnunaraðilum hgmyndir til að nýta tónlist í daglegu starfi þeirra, og hvetja alla til að nýta hæfileika sína til að búa til og nota tónlist til að styðja skjólstæðinga sína.

 

Hlutverk tónlistar getur verið margvíslegt og margþætt í umönnun: helstu þrír þættir eru skemmtun og afþreying, örvun og fræðsla og sáluhjálp og meðferð.

  • Sem skemmtun og afþreying: Tónlist og/eða tónleikar eru gjarnan hluti af skemmtiprógrammi í umönnunarstofnunum, hún veitir gleði og býður upp á tilbreytingu í dagsins önn. Söngur og tónlist geta verið góð leið til að dreifa huganum ef skapsmunir eru erfiðir, ef mótþrói er við athafnir daglegs lífs eða læknisaðgerðir.

  • Sem örvun eða fræðsla: Tónlist og söngur er hægt að nota til að hvetja til hreyfingar eða virkja hreyfifærni svo sem gang. Hún getur vakið minningar auðveldað upprifjun. Hún getur einnig virkað sem hljóðræn vísbending til að tilkynna ákveðna athafnir, eins og að vakna á morgnana eða matmálstíma.

  • Sem sáluhjálp eða meðferð: Tónlist getur veitt huggun þegar skjólstæðingar finna fyrir einmanaleika og depurð. Hún getur létt á kvíða, minnkað spennu, og lyft geðslagi skjólstæðingsins í átt að vellíðan.

Hlutverk tónlistarinnar í DaDOM er þannig mismunandi eftir aðstæðum hverju sinni. DaDOM er einstaklingsmiðuð íhlutun sem miðar að því að mæta sál félaglegum þörfum fólks með m.a. heilabilanir.


Fyrir þá sem vilja lesa sér betur til um notkun tónlistar í umönnunarstofnunum, er til staðar ítarefni í netnámskeiði sem er í boði hjá DaDOM (sjá netnámskeið um DaDOM fyrir kennara). Finndu netkennaranámskeiðið hér. 

bottom of page