top of page

Leiðbeiningar fyrir heilbrigðiststofnanir.

Að vinna með DaDOM

DaDOM veitir heilbrigðisstofnunum dýrmætt tækifæri til að bæta/breyta daglegum starfsháttum með því að samþætta tónlist inn í daglega umönnun. Hvort sem stofnunin þín tekur á móti DaDOM-nema eða hefur einfaldlega áhuga á hugmyndum DaDOM, þá er markmiðið að auðga líf skjólstæðinga og umönnunaraðila með notkun tónlistar. Tónlist í umönnun getur ekki aðeins haft jákvæð áhrif á þá sem fá umönnun, heldur einnig á starfsánægju umönnunaraðila.


 Hvernig getur þú nýtt DaDOM sem heilbrigðisstofnun?

Stofnunin þín getur nýtt DaDOM á ýmsa vegu. Ef þú ert hluti af teymi sem hefur áhuga á að samþætta tónlist í daglega starfshætti, býður DaDOM sveigjanleika og stuðning til að breyta umönnunarvenjum ykkar. Hér eru nokkrar leiðir til að vinna með DaDOM:

  • Að taka á móti DaDOM-nema: Að taka á móti DaDOM-nema gerir heilbrigðisteymi þínu kleift að upplifa hvernig tónlist getur verið samþætt inn í daglega umönnun. Í starfsnáminu æfir neminn það sem hann hefur lært í skólanum m.a. DaDOM aðferðirnar. Þannig getur hann kynnt starfsfólki þessar nýju hugmyndir um hvernig tónlist getur einfaldað umönnun og stuðlað að vellíðan bæði þeirra sem fá umönnun og þeirra sem veita hana. DaDOM-nemar virka sem sendiherrar DaDOM, kynna kosti þess og geta verið hvatning fyrir teymið þitt til að bæta tónlist inn í dagleg verk. Neminn fær einnig sérstök verkefni frá skólanum sem hann eða hún þarf að leysa í starfsnáminu, sem veitir stofnun þinni innsæi inn í hvernig nýta má DaDOM.

  • Að vinna með verkmenntaskóla sem býður upp á DaDOM-námsefnið: Ef stofnunin þín hefur áhuga á að taka á móti DaDOM-nemum getur þú haft samband við skóla sem bjóða upp á DaDOM-námsefnið. Þessir skólar hafa þjálfað nemendur í að samþætta tónlist í umönnunarstörf, sem getur aftur veitt teyminu þínu ný sjónarhorn og nálganir við notkun tónlistar í umönnun.

  • Aðgangur að DaDOM vitneskju: Fyrir frekari leiðbeiningar um hvernig tónlist getur verið samþætt í umönnun, eru DaDOM samstarfsaðilar tilbúnir að deila reynslu sinni. Þú getur skoðað kennsluefni, reynslusögur og aðrar hugmydnir um hvernig innleiða má tónlist í umönnun, með eða án þess að taka á móti nema.

  • DaDOM-neminn hefur fengið kennslu í hvernig nýta má tónlist af ýmsu tagi til að létta undir við daglega umönnun m.a. fólks með heilabilun. Hann gæti til dæmis:

    • Notað einföld tónlistarsamskipti, eins og að raula, syngja eða spila tónlist, við daglegar athafnir (s.s. við persónulega umönnun, máltíðir eða virkni).

    • Greint tónlistaráhuga skjólstæðinga og notað uppáhalds tónlistina til að bæta vellíðan þeirra.

    • Notað tónlist við dagleg verkefni til að skapa róandi og jákvætt andrúmsloft, sem gæti minnkað kvíða, óróleika eða streitu hjá bæði skjólstæðingum og umönnunaraðilum.

    • Framkvæmir sérstök verkefni í starfsnámi sínu sem beinast að því að beita tónlist í raunverulegum umönnunaraðstæðum, sem tryggir skipulagt nám og hagnýta reynslu.

    DaDOM-nemendur virka þannig sem sendiherrar tónlistar í umönnun og leggja áherslu á notkun hennar við dagleg verkefni. Þeir hvetja teymi þitt til að kanna nýjar leiðir þegar kemur að samþættingu tónlistar í umönnun og að skapa umhverfi sem nýtist bæði umönnunaraðilum og þeim sem þeir annast. Nemandinn vinnur náið með starfsfólki ykkar, deilir innsýn og sýnir hvernig tónlist getur bætt umönnunarumhverfið. Með réttum stuðningi geta þeir veitt teymi þínu innblástur til að kanna nýjar nálganir í umönnun.

    Hvers getur þú vænst af DaDOM-nema?

  • DaDOM-nemar treysta á stuðningsríkt og opið starfsumhverfi þar sem þeir geta beitt færni sinni og öðlast sjálfstraust í notkun tónlistar sem hjálpartækis í umönnunarstörfum. Sem heilbrigðisstofnun er ætlast til að þú bjóðir upp á leiðsögn og stuðning í gegnum starfsnámið. Nemendur leita einnig eftir tækifærum til að vinna með starfsfólki, fá endurgjöf og taka þátt í umræðum um hvernig hægt sé að beita tónlistarnálgun á árangursríkan hátt í umönnun.

     

    Það er mikilvægt að heilbrigðisstofnunin:

     

    • Bjóði upp á tækifæri fyrir nemandann til að nota tónlist í daglegri umönnun.

    • Hvetji til opinna samskipta á milli nema, leiðbeinanda og annarra starfsmanna.

    • Styðji við sjálfsmat nemans á framvindu sinni í starfsnáminu.

    • Geri nemanum kleift að ljúka verkefnum sem tengjast DaDOM í starfsnáminu.

    Leiðbeinandi sem er opinn fyrir nýjum hugmyndum í umönnun, sérstaklega varðandi notkun tónlistar, er lykilþáttur í þjálfun nemans.

    Hvers getur DaDOM nemi vænst af þér?

  • Starfsnám er ómissandi hluti af námi DaDOM-nema, þar sem þeir fá tækifæri til að nýta fræðin á hagnýtan hátt og þróa þá færni sem þeir þurfa fyrir framtíðarferil sinn í umönnunarstörfum. Á meðan á starfsnáminu stendur verða nemendur að tileinka sér og sýna fram á mikilvæga færni sem tengist tónlistarumönnun. Með því að taka á móti DaDOM-nema tekur stofnunin þín mikilvægan þátt í að hjálpa nemanum við að fínpússa þessa færni, á meðan þú nýtur einnig góðs af nýjum hugmyndum hans og nálgunum við að samþætta tónlist inn í daglega umönnun.

    Á meðan á starfsnáminu stendur einbeita DaDOM-nemendur sér að því að þróa eftirfarandi færni:

    • Þekkingu á heilabilun og öðrum sjúkdómum: Nemendur fá innsýn í hvernig tónlist getur verið notuð sem íhlutun til að styðja við fólk með heilabilun og aðra sjúkdóma.

    • Meðvitund um hljóðumhverfi: Nemendur læra að hlusta vandlega á hljóðin í umhverfi skjólstæðingsins og að greina hvaða hljóð geta haft jákvæð eða neikvæð áhrif. Til dæmis geta róandi hljóð eins og róleg tónlist eða náttúruhljóð haft jákvæð áhrif, á meðan truflandi hljóð (t.d. vatnsdropar eða hávaði) geta valdið óþægindum.

    • Skilningur á einstaklingsbundnum tónlistaráhuga: Nemar eru þjálfaðir í að greina tónlistaráhuga skjólstæðinganna og búa til persónulega spilunarlista sem geta bætt vellíðan og skap hvers og eins.

    • Tónlist í daglegri umönnun: Nemendur beita tónlist með því að raula, syngja eða spila tónlist t.d. við morgunumönnun eða kvöldrútínur. Þessi tónlistaríhlutun getur hjálpað til við að skapa róandi og skilningsríkt andrúmsloft.

    • Athugun og greining: Nemendur eru hvattir til að fylgjast með breytingum í skapi eða líðan skjólstæðingsins og greina hvernig tónlist hefur áhrif á tilfinningalegt og andlegt ástand þeirra. Þetta gerir þeim kleift að meta og aðlaga notkun tónlistar í umönnun á persónumiðaðan og árangursríkan hátt.

    Færni sem DaDOM-nemar þróa í starfsnámi

 

Gátlistar fyrir heilbrigðisstofnanir

 

Að taka á móti DaDOM-nema gefur heilbrigðisstofnunum tækifæri til að kanna hvernig tónlist getur bætt daglega umönnunarvenjur. Til að tryggja að þú fáir sem mest út úr þessari reynslu höfum við útbúið gátlista sem leiðbeinir stofnuninni þinni fyrir, meðan og eftir starfsnám. Þessir listar hjálpa til við að tryggja að teymi þitt, og starfsumhverfi séu tilbúin til að styðja nemann og að samstarfið nýtist bæði skjólstæðingum þínum og starfsfólki.

    • Kynntu þér DaDOM nálgunina: Kynntu þér DaDOM-áætlunina og hvernig hún getur gagnast heilbrigðisstofnuninni þinni. Skólinn eða nemandinn mun koma með útskýringar fyrir leiðbeinanda varðandi innihald verkefna sem neminn þarf að ljúka og hvernig tónlist verður samþætt í daglega umönnun.

     

    • Upplýstu samstarfsfólk: Láttu samstarfsfólk vita af DaDOM-nema sem sé væntanlegur í teymið. Deildu grunnupplýsingum um hlutverk nemans og hvernig tónlist verður notuð í daglegri umönnun, svo allir viti hvað sé í vændum.

    • Mat á tiltækum útbúnaði: Athugið útbúnað deildarinnar til að sjá hvort hann geti stutt við verkefni nemandans um tónlist í umönnun, svo sem netaðgengi, útvarp, hátalara, ipad o.s.frv.

    • Íhuga fleiri starfstéttir: Ef við á, upplýsið músíkmeðferðarfræðing og annað fagfólk innan stofnunarinnar um væntanlegan DaDOM nema.

    • Setjið markmið fyrir stofnunina: Ákveðið hvað stofnunin vill gjarnan ná fram með því að taka á móti DaDOM-nema, t.d. að bæta almenna líðan skjólstæðinga, skapa jákvæðara andrúmsloft eða þjálfa starfsfólk í tónlistaríhlutun til að auðvelda umönnun.

    1. Fyrir starfsnám: Undirbúningur fyrir DaDOM-nema

    • Skapa opið námsumhverfi: Tryggðu að neminn fái tækifæri til að beita tónlist í daglegri umönnun.

     

    • Leiðbeinandi opinn fyrir nýungum: Leiðbeinandinn þarf að vera opinn fyrir nýjum hugmyndum til að auðvelda umönnun og auka vellíðan, og þá sérstaklega notkun tónlistar í daglegri umönnun.

    • Hvetja til samskipta: Hvetja til opins samtals milli nemans, leiðbeinanda og annars starfsfólks til að deila reynslu og fá endurgjöf.

    • Hvetja til sjálfsmats: Hvetja nemann til að íhuga reynslu sína og meta eigin færni í notkun tónlistar í daglegri umönnun.

    • Tryggja stöðuga endurgjöf: Leiðbeinandi ætti að ræða reglulega framvindu nemans, notkun tónlistar í umönnun og hugsanlega aðlögun.

    • Vera opinn fyrir DaDOM-verkefnum: Tryggðu að neminn sé að klára og vinna að DaDOM-verkefnum sínum. Regluleg samskipti við skólann gætu verið nauðsynleg til að fylgjast með framvindu.

    • Styðja samvinnunám: Skapaðu öruggt rými þar sem nemar geta spurt spurninga og deilt reynslu sinni með umönnunaraðilum.

    2. Á meðan á starfsnámi stendur: Styðja nemann og læra af reynslunni

  • 3.  Eftir starfsnám: Endurskoðun og innleiðing á nýjungum.

    • Innleiða það sem þú hefur lært: Samþættu jákvæðar breytingar eða aðferðir sem þú kynntist starfsnáminu í umönnunina sem þú veitir þínum skjólstæðingum. Íhugaðu hvort tónlistaríhlutun eigi að halda áfram eða jafnvel aukast innan stofnunarinnar.

    • Greina DaDOM-áhuga: Hvettu það starfsfólk áfram sem hefur orðið áhugasamt um notkun tónlistar í daglegri umönnun. Þessir einstaklingar geta orðið innri sendiherrar fyrir áætlunina og hjálpað til við að samþætta tónlist víðar í stofnunninni.

    • Meta árangur starfsnámsins: Meta hvernig neminn hefur samþætt tónlist í umönnun og greina endurbætur eða árangur sem getur mótað samstarf framvegis.

    • Skipuleggja áframhaldandi samstarf: Endurskoðaðu starfsnámsreynsluna og íhugaðu áframhaldandi samstarf við DaDOM-skóla eða samstarfsaðila fyrir frekara starfsnám eða meiri þjálfun.

 

Að samþætta tónlist í daglega umönnun býður upp á einstakt tækifæri til að auðga líf skjólstæðinga og umönnunaraðila. Tónlist hefur kraft til að efla tilfinningaleg tengsl, minnka streitu og bæta vellíðan—ekki aðeins fyrir þá sem fá umönnun, heldur einnig fyrir umönnunaraðilana. Með DaDOM getur þú auðveldlega samþætt tónlist í þá umönnun sem þú veitir, og fært enn meiri hlýju og jákvæðni inn í dagleg samskipti.

Að taka á móti DaDOM-nema ætti að veita nýja sýn og hagnýtar aðferðir við að nota tónlist í umönnun. DaDOM nemar virka sem sendiherrar tónlistar í umönnun og innblása teymi þínu nýjar hugmyndir og nálganir. Hvort sem þú tekur á móti nema eða ekki, þá er kunnátta og samstarfsaðilar DaDOM tilbúnir að styðja stofnunina þína við að gera tónlist að grunnþætti í umönnunarmenningu ykkar.

Með því að fagna tónlist í umönnun getur stofnunin þín skapað samúðarfyllra, og meira hvetjandi umhverfi fyrir alla þá sem taka þátt. Kannaðu möguleikana og láttu tónlist verða að ómissandi verkfæri til að veita betri umönnun.

Hlaðið niður yfirlitsskránni hér.

bottom of page