top of page
30.jpg

Hvað ætlum við að gera?

Við vonumst til að sjá aukna notkun tónlistar í umönnunarstéttum með því að þjálfa nýja kynslóð sjúkraliða sem eru meðvituð um og nota tónlist af öryggi í umönnunarstörfum sínum.

Þetta mun gera Evrópu að stað, þar sem tónlistariðkun verður órjúfanlegur hluti af verkfærakistu umönnunaraðila og mun bæta lífsgæði skjólstæðinga þeirra.

Einnig verður aukinn skilningur á mikilvægu hlutverki starfsnáms í víðtækri innleiðingu nýsköpunar í umönnunargeiranum. Við vitum að ekki er hægt að ná þessu öllu innan líftíma eins verkefnis, en við lítum á DaDOM sem fyrsta skrefið í þá átt.

Námsskrá DaDOM tónlist og umönnun

Fyrsta og viðamesta afurð verkefnisins verður námskrá þar sem sjúkraliðanemar eru kynntir fyrir hinum ýmsu leiðum til að nota tónlist í umönnunarstörfum sínum. Námið er ætlað nemendum í framhaldsskólastigi eða í starfsnámi fyrir umönnunarstörf innan heilbrigðiskerfisins. Námskráin verður skipulögð sem svarar til kennslu í eina önn í framhaldsskóla, en hægt að aðlaga hana að margvíslegu samhengi eftir þörfum og aðstæðum. Námsefnið verður vandlega tengt við DaDOM kennsluþjálfunarefnið (niðurstaða 2) og DaDOM verkfærakistuna fyrir skipulag umönnunar (niðurstaða 3), sem útvegar verkmennta- og fjölbrautaskólum heildstæðan pakka sem má nota í námskeiðið sem hluta af grunnnámi í heilbrigðis- og félagsþjónustu.

1. naamsvermelding  -©EMBRACE Nederland, Kees Elzinga.jpg
DSC_7226.jpg

Kennaraþjálfun DaDOM í tónlist og umönnun

Önnur afurð verkefnisins verður námskeið fyrir kennara í heilbrigðis- og félagsþjónustu, þar sem kynnt verður möguleg notkun tónlistar í umönnun og leggur grunninn að því að geta miðlað DaDOM námsefninu til nemendanna. DaDOM námskráin gerir kennurum kleift að þjálfa og mennta nýja kynslóð fagfólks í umönnun um alla Evrópu sem er fært um að nota tónlistaríhlutun af yfirvegun og á markvissan og áhrifaríkan hátt í umönnunarstarfi sínu.

Verkfærakista DaDOM fyrir skipulag umönnunar

Þriðja afurðin verður verkfærakista fyrir  stjórnendur og fagfólk sem starfar hjá heilbrigðis- og umönnunarstofnunum og snýr að því hvernig eigi að vinna með menntastofnunum í að samþætta tónlist inn í dagleg umönnunarstöf. Verkfærakistan mun kynna hugmyndina á bakvið DaDOM til að varpa ljósi á hvernig þessar stofnanir geti unnið sem best saman. Þetta verður útskýrt með ýmsum dæmum og viðtölum. Verkfærakistan mun hjálpa við að samhæfa alla þætti með aðgerðaáætlun sem umönnunarstofnanir geta virkjað til að verða DaDOM vinnuveitendur.

DSC_7247.jpg
bottom of page