top of page
IMG_0482.JPG

Hvers vegna DaDOM?

Það hefur sýnt sig að notkun tónlistar í umönnun sjúklinga og íbúa hjúkrunarheimila geti aukið vellíðan, stuðlað að bættum svefni, dregið úr óróa og kvíða og bætt samskipti. Þessi áhrif tónlistar á aukinn áhuga og þátttöku einstaklinga með heilabilun getur verið mjög þýðingarmikið verkfæri í umönnun þeirra.

Að læra að nota tónlist á hnitmiðaðan hátt í umönnun fólks með heilabilun getur auðveldað starfsfólki að eiga í samskiptum við skjólstæðinga sína og þannig bætt starfsumhverfið. Markviss notkun tónlistar getur auðveldað daglega umönnun s.s. böðun, borðhald, svefn og lyfjagjöf.

Þar fyrir utan hefur notkun tónlistar i umönnun jákvæð áhrif á starfsfólk þar sem hún getur minnkað álag og þannig aukið starfsánægju. Auk þess gæti notkun tónlistar aukið sjálfstraust hjá starfsfólki þegar það nýtir tónlistarhæfileika sína. Þetta er þó enn ekki hluti af þessu námsefni.

Okkar nálgun

Þrátt fyrir vísindalegar rannsóknir og ýmis verkefni sem miða að aukinni notkun tónlistar við umönnun, hefur lítilli athygli verið beint að sjúkraliðum sérstaklega og þeirra daglegu störfum. Samt sem áður gætu áhrifin á umönnunarstörf orðið umtalsverð ef þessar nýju aðferðir væru notaðar dags daglega.

Þess vegna beinist athygli verkefnisins að því hvernig sjúkraliðanemar og kennarar þeirra geti nýtt aðferðir um notkun tónlistar á hnitmiðaðan hátt í ýmiskonar umönnunarstörfum.

Verkefnið leggur einnig áherslu á mikilvægi sjúkra- og félagsliða þegar taka á í notkun nýjar nálganir við umönnun og aðlaga þær að aðstæðum hverju sinni.

DSC_7212.jpg
DSCF4551.jpg

Sérsniðið að þörfum vinnumarkaðarins

Með aukinni þörf fyrir umönnun fólks í Evrópu eykst einnig eftirspurn eftir vel þjálfuðu fagfólki, einkum sjúkraliðum. Einnig er gert ráð fyrir að þau taki að sér víðtækara hlutverk í starfi sínu og sinni bæði heilbrigðis- og félagslegum þörfum skjólstæðinganna.

Með því að þjálfa nýja kynslóð sjúkraliðanema sem hafa víðtæka færni til að nýta tónlist og  tónlistariðkun í starfi sínu, vonumst við til styrkja þá í starfi með því að kenna nýstárlegar nálganir sem þau geta tekið með sér á ýmsa vinnustaði í velferðarþjónustu.

Kennarar fjölbrautaskólanna sem taka þátt í þessu verkefni munu einnig auka persónulega og faglega hæfni sína.  Umönnunarstofnanir, sem eru framtíðar vinnuveitendur nemenda okkar, eru einnig mikilvægir samstarfsaðilar. Þær veita innsýn inn í þarfir og starf stofnananna, sjá um vettvangsnám nemenda auk þess sem við vonum við að þetta nýja verkefni muni byggja upp nánari tengsl við fjölbrautaskólana.

Í átt að einstaklingsmiðaðri umönnun

Sjúkraliðanemar verða að læra einstaklings miðaða nálgun í vinnu sinni með fjölbreyttum og viðkvæmum hópum skjólstæðinga til að geta beitt færni sinni í þeim aðferðum sem þau tileinka sér með DaDOM námsefninu.

Nemendur læra hvernig þau geta nýtt tónlist til að eiga samskipti við fólk sem býr við heilabilunarsjúkdóm, fólk með fötlun og ýmsa aðra viðkvæma hópa sem þau eru líkleg til að sinna í störfum sínum. Þetta mun gefa nemendum fleiri verkfæri og aðferðir til að skapa umhverfi og aðstæður sem koma á móts við þarfir hvers og eins.

210616JS8745.jpg
bottom of page