
Fréttir
DaDOM verkefnið birtist á Erasmus+ vefnum
Í þessari bloggfærslu munum við gefa þér örlitla innsýn í hvernig gengur með DaDOM verkefnið okkar og deila helstu aðalatriðum.
Tilkynning!!
Námsefni fyrir nemendur og netnámskeið fyrir kennara
Á síðustu mánuðum hafa samstarfsaðilar verkefnisins unnið hörðum höndum við að fínpússa námsgögnin fyrir nemendur og skrifa síðustu kaflana sem uppá vantar í netnámskeiðið fyrir kennara. Nú þegar er farið að kenna námsefnið nemendum í þeim þremur þátttökuríkjum sem verkefnið tekur til. Það hefur veitt okkur mikilvæga endurgjöf á efnið. Með þessa endurgjöf að leiðarljósi erum við nú að fínstilla námsefnið til að gera það enn skilvirkara.
Leiðbeiningar fyrir umönnunarstofnanir
Þróun Leiðbeininganna fyrir umönnunarstofnanir er á góðu róli og byggir á þarfagreiningu sem gerð var í þátttökuríkjunum. Þarfagreiningin hjálpaði okkur að skilja þarfir umönnunarstofnananna gagnvart notkun tónlistar í umönnun, og tryggir að leiðbeiningarnar verði gagnlegar og handhægar. Með því að hanna leiðbeiningarnar með þarfagreininguna að leiðarljósi vonumst við til að auðvelda umönnunarstofnunum að vinna með verkmentaskólum og kennurum við að samþætta tónlist í þjónustu þeirra. Leiðbeiningarnar munu útskýra hugmyndina á bak við DaDOM, útskýra hvers umönnunarstofnanir geta vænst frá nemendum og hvernig þær geta haldið vel utan um starfsnám nemenda sem vilja nýta DaDOM aðferðir.
Sinfonía innblásturs
Sinfonía innblásturs svífur yfir vötnum þar sem við vinnum að því að safna fjölbreyttum dæmum ú raunveruleikanum sem draga fram áhrifamátt tónlistar í umönnun. Þessi dæmi virka sem fyrirmyndir og segja sögu einstaklinga og stofnana sem hafa nýtt sér möguleika tónlistar í umönnun. Með þessum dæmunum viljum við hvetja og innblása aðra til að bæta #Dagskammti af tónlist í líf sitt og nýta sér áhrif hennar.
Þegar við sjáum fyrir endan á fyrsta hluta verkefnisins, eykst spennan fyrir námskeiðsvikunni á Íslandi í september. Þessi vika mun sameina nemendur frá Litháen, Íslandi og Hollandi og veita þeim ógleymanlegar stundir. Við hlökkum til þessara komandi viðburða og annarra sem verkefnið mun færa okkur í framtíðinni!
