
Fréttir
Reykjavík: námskeiðsdagar fyrir nemendur
Í Reykjavík, september 2023, var haldin vel heppnuð námskeiðsvika þar sem nemendur frá Hollandi, Litháen og Íslandi komu saman. Þetta var frábær blanda af námi, menningu og skemmtun.
Fyrsti dagurinn hófst í Fjölbraut Breiðholti þar sem hópurinn skoðaði skólann og fékk kynningu á sjúkraliðanámi í FB. Eftir það var farið í notalega göngu um Elliðarárdalinn til að njóta landslagsins og síðan borðaður hádegismatur í mötuneiti FB.
Þar sem Breiðholtslaugin er beint á móti skólanum var ekki hægt að sleppa því að fara í sund eftir hádegi áður en haldið var í skoðunarferð á Hjúkrunarheimilið Mörk. Viðburðaríkum degi lauk svo með göngutúr um miðbæ Reykjavíkur.
Næsti dagur snérist um að kanna hlutverk tónlistar í heilbrigðisþjónustu. Hópurinn byrjaði í Listaháskóla Íslands LHÍ og fræddist um gildi tónlistar í umönnun. Í samstarfi við tónlistarfólk og músíkmeðferðarfræðinga undirbjuggu þau heimsóknir í litlum hópum á hjúkrunarheimili og dagvistanir fyrir fólk með heilabilun. Meginmarkmið heimsóknanna var að gefa nemendum kost á að upplifa hvernig tónlistin getur haft áhrif á fólk með heilabilun.
Eftir þessar áhugaverðu og oft hjartnæmu tónlistarstundir á stofnunum, fór hópurinn svo Gullna Hringinn eftir hádegi. Hópurinn var yfir sig hrifinn af náttúruundrum Íslands, svo sem Geysi og Þingvöllum.
Síðasti þjálfunardagurinn byrjaði aftur á tíma í LHÍ þar sem farið var í gegnum þau áhrif sem nemendur höfðu orðið fyrir í heimsóknum gærdagsins og síðan undirbjuggu hóparnir sig fyrir síðustu heimsóknirnar á hjúkrunarheimilin og dagvistanirnar. Þessar heimsóknir voru allt í senn hvetjandi, hrífandi og tilfinningaþrungnar þar sem við sáum hvað tónlist getur gert fyrir fólk og hvernig hún getur sameinað það.
Eftir hádegi höfðu nemendurnir frjálsa stund, sem þeir ákváðu að nýta til fulls í einni af mörgum sundlaugum bæjarinns. Námskeiðsvikunni lauk með kvöldverði - nemendurnir fengu nasasjón af alþjóðlegri matargerð á Hard Rock Café, á meðan kennarar og samstarfsaðilar hittust í miðborg Reykjavíkur.
Þessi vika hefur veitt ógleymanlegan innblástur. Fallega landið Ísland, en fyrst og fremst áhrif tónlistar, sem við sáum svo greinilega í tónlistarstundum á hjúkrunarheimilinu og dagvistunum. Við getum ekki annað en hlakkað til áframhaldandi vöxts þessa verkefnis og þeirra jákvæðu áhrifa sem það mun hafa á nemendur og umönnunarstofnanir í framtíðinni!
