
Fréttir
Nemandi fær tilnefningu:
Þegar nýsköpun mætir menntun, gerast stórkostlegir hlutir. Þetta kom skýrt fram á ráðstefnunni "Hæfni fyrir heilbrigðan lífsstíl – vegvísir að bætri framtíð," sem haldin var á Vilniaus Paslaugų verslo profesinio mokymo centras í Vilníus þann 7. desember. Sérstaka viðurkenningu fékk nemandi sem kynnti DaDOM verkefnið í flokknum nýsköpun í kennslu.
Nemandi fær tilnefningu fyrir DaDOM kynningu!!

Ráðstefnan, sem haldin var fyrir verkmenntaskóla héraðsins, hafði það að markmiði að efla skilning nemenda á líkamlegri og tilfinningarlegri heilsu, mikilvægi félagslegra þátta og heilbrigðum valkostum varðandi lífstíl, sérstaklega í samhengi við félags- og heilbrigðisþjónustu. Nemendurnir fengu tækifæri til að kynna nýsköpunaraðferðir sem þeir höfðu lært og vildu nota í sínu faglega starfi.
Á meðal kynninganna var ein sem vakti athygli, en það var kynning nemanda frá samstarfsaðila okkar, Karaliaus Mindaugo. Hún lærði um DaDOM verkefnið í skólanum sínum og fékk tækifæri til að taka þátt í þjálfunarvikunni á Íslandi, þar sem hún lærði meira um hagnýta notkun tónlistar þegar unnið er með fólki með heilabilun. Kynning hennar á DaDOM verkefninu og notkun þessara aðferða á Íslandi var svo eftirminnileg að hún fékk tilnefningu fyrir nýsköpun í kennsluaðferðum á ráðstefnunni.
Þessi tilnefning undirstrikar áhrif nýsköpunar í kennsluaðferðum, sérstaklega í heilbrigðismenntun. Um leið og við fögnum árangri hennar, styrkir þetta hlutverk DaDOM verkefnisins í að móta nýjar leiðir í menntun heilbrigðisstarfsfólks.