top of page
c1a913_d7dc696fcefb4d03a84b9ebe291ea442~mv2.png

Fréttir

Sameiginlegur fundur samstarfsaðila í Reykjavík:

Fundur samstarfsaðila DaDOM verkefnisins var haldinn í Reykjavík þann 14. og 15. febrúar. Fundurinn var haldinn af Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, þar sem samstarfsaðilar verkefnisins komu saman til að meta árangur verkefnisins og stefnu í framtíðinni. Hann var árangursríkur á vegferðinni við að útbúa DaDOMnámsefnið sem miðar að daglegum tónlistaríhlutunum í umönnunarstörfum. 

Lesið hvernig fundurinn gekk með samstarfsaðilunum okkar á Íslandi!

Á tveggja daga fundi voru fjölbreyttar umræður um þann árangur sem við höfum náð, þar á meðal uppfærslur á námskránni, framfarir í netnámskeiði fyrir kennara og þróun á heildstæðum leiðbeiningum fyrir umönnunarstofnanir. Við fengum dýpri skilning á fjölbreyttum möguleikum daglegra tónlistaríhlutana við umönnun, og náðum verulegum framförum í undirbuningi á frumútgáfu efnis okkar.

Vinnufundir okkar á öðrum degi sýndu góðan samstarfsanda verkefnisins, þar sem samstarfsaðilar tóku þátt í sérhæfðum hópum til að leysa næstu verkefni. Ógleymanlegur hápunktur fundarins var tækifærið til að upplifa náttúru Íslands. Að komast út í náttúruna veitti góðan innblástur í  árangursríka fundarsetu.

Áfram höldum við með aukið innsæi og nýjar hugmyndir frá þessum fundi sem mun leiða okkur áfram í DaDOM verkefninu. Við hlökkum til næsta hluta, þar sem við höldu áfram að prófa og að klára efnið, og erum spennt að sjá lokaniðurstöðuna!

c1a913_d7dc696fcefb4d03a84b9ebe291ea442~mv2.png
bottom of page